Um Vetrarhátíð

 

VETRARHÁTIÐ Í REYKJAVÍK

Vetrarhátíð verður haldin dagana 4. – 7. febrúar 2021.
Vegna sóttvarnaráðstafanna verður hátíðin með breyttu sniði í ár. Lögð verður áhersla á list í almannarými, útilistaverk, menningarmerkingar og ljóslistaverk. 
 
 

 

LJÓSASLÓÐ VETRARHÁTÍÐAR
Ljósaslóð Vetrarhátíðar verður í lykilhlutverki en það er gönguleið frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll sem er vörðuð með ljóslistaverkum.
Þessi ljóslistaverk munu lýsa upp miðbæinn frá 19:00 -22:00 alla daga Vetrarhátíðar. Upplifðu listaverk utandyra með þínum nánustu á þínum eigin hraða.
 

 

SAFNANÓTT
Með tilliti til nýjustu sóttvarnareglna þá hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta Safnanótt 2021 fram í maí með þeim fyrirvara að sóttvarnareglur verði orðnar rýmri.
 

 

SUNDLAUGANÓTT

Sundlauganótt verður ekki haldin í ár en kemur sterk inn á Vetrarhátíð 2022.