Um Vetrarhátíð

 

VETRARHÁTIÐ Í REYKJAVÍK

Vetrarhátíð verður haldin dagana 6. – 9. febrúar 2020 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.

Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar,  grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur.

HljóðX er samstarfsaðili Vetrarhátíðar.

 

SAFNANÓTT

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar frá klukkan 18.00 til 23.00.  Gestum Vetarnætur býðst að fara á 50 söfn og skoða ótal sýningar á höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið verður upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Frítt er inn  á söfnin og í sérstakan Safnanæturstrætó sem ekur á milli safna.
 

Frítt er í sérstakan Safnanæturstrætó á milli safna.
 
SAFNANÆTURLEIKUR
Á Safnanótt fer fram Safnanæturleikur þar  sem gestir geta tekið þátt með því að svara 3 spurningum. Leikurinn fer fram á safnanott.safnadu.is þar er eru spurningarnar en svörin er hægt að finna á hverju safni eða sýningu sem tekur þátt á Safnanótt. Vegleg verðlaun eru í boði t.d. miðar á Iceland Airwaves, Tjarnarbíó, Fly Over Iceland, leiðsagnir á söfn og  margt fleira.
 

SUNDLAUGANÓTT

Sundlauganótt verður haldin sunnudagskvöldið 9. febrúar 2020 en þá verður frítt í sund frá 17:00 til 22.00 í 12 sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar.
 

LJÓSAGANGA VETRARHÁTÍÐAR

Ljósaganga Vetrarhátíðar lýsir upp skammdegið á skapandi hátt og myndar skemmtilega gönguleið. Sex ljóslistaverkum verður varpað öll kvöld yfir hátíðinna frá kl 19-23. Hér eru þær staðsetningar sem verkin verða á:
SÁLUMESSA JÖKLANNA – Hallgrímskirkja, KYRIE ELEISON – Ásmundasalur,  VETRARBLÓT – UPPTAKTUR - Harpa tónlistarhús,  MILLISTIG // LIMINAL SPACE – Skólavörðustíg,  OUTSIDE-CONTEXT PROBLEM - Hafnarstræti/Tryggvagata, KROSSGÖTUR - Austurstræti/Pósthússtræti, TENGOKU – Austurvöllur, TÁKN – Arnarhvoll og HREYFIMYNDIR – Ráðhús Reykjavíkur.