Sóttvarnir á Vetrarhátíð

Sóttvarnir á Vetrarhátíð 

Um leið og við óskum ykkur gleðilegrar Vetrarhátíðar þá minnum við gesti á að virða sóttvarnir og tveggja metra regluna.

Ekki verður um neina formlega opnun að ræða á hátíðinni né heldur fjölmenna viðburði. Fólk er hvatt til þess að skoða verkin á sínum eigin hraða og virða sóttvarnarreglur sem í gildi eru.  Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Grímuskylda á ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.